Hafa samband

Eyvindarholt
225 Álftanes
Iceland

00354 8231546

Eyvindarholt is a small, family-run guesthouse that emphasizes the unique nature and wildlife of Álftanes. The guesthouse offers wonderful views of Álftanes, Reykjavík and the surrounding area, including the nearby presidential residence, Bessastaðir. Eyvindarholt is a short distance from the culture, trade and amenities of the capital, being only a 15-minute drive from Reykjavík’s city center.

Fuglar


Álftanes er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Nesið er viðkomustaður farfugla, varplandið er gjöfult og þar gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með komu farfugla að vori, varpi á sumrin, undirbúningi að langflugi á haustin og margvíslegum fjöru- og sjófuglum á vetrum. Leirur og fjörur á nesinu eru áhugaverðar og aðgengilegar á öllum árstímum.


Álft (Cygnus cygnus)  Álftin er stór fugl af andaætt og stærsti fugl Íslands. Hún er sundönd og er alfriðuð enda stofninn ekki stór, álftum fer þó fjölgandi hér á landi. Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svarta fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er svartur með gulri rót, langan, beinan háls, flatan búk og afturhallandi stél á sundi. Flugið er kröftugt með hægum og sterklegum vængjatökum. Hún teygir hálsinn beint fram á flugi en heldur honum lóðréttum á sundi. Til að hefja sig til flugs hleypur hún á vatninu enda mikill og þungur fugl. Röddin er líkust hljómmiklum lúðrablæstri. Álftin er í hávegum höfð, hún er yrkisefni margra skálda og á sér sérstakan sess í sögunni, meðal annars í goðfræði Forn-Grikkja. Svanasöngur vísar til lokaathafnar þess sem lifir en er að deyja, svanur hefur verið þöguull lengi en brestur í fallegan söng rétt fyrir dauða sinn.


Hrafn (Corvus corax) Þessi stóri hröfnungur er eini innlendi fulltrúi ættar sinnar. Hvert mannsbarn þekkir krumma sem er bæði elskaður og hataður af þjóðinni. Hann er stærstur allra spörfugla, sterklega byggður, með fremur langa og breiða fingraða vængi og fleyglaga stél. Flug hrafnsins er þróttmikið, vængjatökin djúp og hann flýgur beint og oft hátt og lætur sig svífa á þöndum vængjum. Lætur sig oft falla með aðfellda vængi og leikur alls kyns fluglistir. Hoppar gjarnan jafnfætis. Hrafnar eru félagslyndir og halda sig í hópum eða pörum. Margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum eru kunnar, svo ekki sé minnst á fjölda vísna, ljóða og söngtexta. Krummi er sagður bæði stríðinn og hrekkjóttur. Hann er mikill spádómsfugl og hans er víða getið í hverskyns göldrum. Hrafnsgall og heili hrafnsins þykja t.d. nauðsynleg bætiefni í marga galdra, svo sem til að gera mann ósýnilegan.Þekkt er sú sögn frá Tower of London að meðan hrafnar lifi þar muni enginn erlendur innrásarher ná að vinna England. Það er sagt að hrafnar haldi hrafnaþing tvisvar á ári, vor og haust, og að þeir semji sín á milli á vorþingum hvort þeir skuli vera óþekkir eða þægir.   


Starri (Sturnus vulgaris) er spörfugl af staraætt sem er upprunninn í Evrópu og Asíu en hefur nú breiðst um mest allan heim nema Afríku. Starrinn hóf varp á Íslandi á Höfn í Hornafirði upp úr 1940 en í kringum 1960 í Reykjavík. Starrinn er smávaxinn, svartleitur og kvikur fugl. Hann situr hnarreistur og hleypur eða gengur á jörðu niðri en valhoppar ekki eins og þrestir.Er ávallt félagslyndur og oft í stórum hópum við náttstaði.Þekkt eftirherma, hermir eftir fuglahljóðum annarra fugla. Það kemur fyrir að fagnað er óvenjusnemma komu farfugla á Íslandi en síðan komið ljós þar var aðeins eftirherman starri.


Svartbakur (Larus marinus) Svartbakur eða veiðibjalla er stærstur máfa og líkist sílamáfi í útliti. Þessi stóri fugl er ávallt tignarlegur að sjá. Hann flýgur með hægum, kraftmiklum vængjatökum. Er félagslyndur og oft með öðrum máfum. Gefur frá sér djúpt og snöggt hlakk, er djúpraddaðastur máfa.  Svartbakur (fræðiheiti Larus marinus, sem þýðir á latínu „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“) er stærstur máfa og er oft nefndur veiðibjalla.[1] Hann er svartur og hvítur á lot, goggur hans er gulur og sterklegur og rauður blettur finnst fremst í neðri skolti. Fætur svartbaksins eru ljósbeikir og augu hans ljós.Svartbakur getur vegið rúm 2 kg og vænghafið getur orðið allt að 1,5 metrar. Hann verpir snemma á vorin í dyngju á jafnsléttu og eru eggin að meðaltali þrjú talsins, og tekur það þau um fjórar vikur að klekjast út. Svartbakur verður kynþroska við 4-5 ára aldur.


Kría (Sterna paradisaea) Krían er spengilegur og tígulegur fugl, nokkru minni en hettumáfur og mun mjóslegnari og rennilegri. Krían er afbragðs flugfugl, hún andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir síli. Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver ekki aðeins eigin afkvæmi fyrir ræningjum, heldur njóta aðrir fuglar einnig góðs af að verpa í nágrenni hennar. Mjög félagslynd og á sífelldu iði og amstri. Hún kemur um langan veg til Íslands, alla leið frá Suðurskautslandinu.


Lóa (pluvialis apricariaHeiðlóa, sem jafnan er nefnd lóa, er einkennisfugl íslensks þurrlendis. Hún er meðalstór vaðfugl, töluvert minni en spói, allþéttvaxin og hálsstutt. Vængirnir eru fremur langir. Biðilsflug með hægum, djúpum vængjatökum og söng er einkennandi. Sé reynt að nálgast hreiður eða unga lóunnar þykist hún vera vængbrotin til að draga að sér athyglina og lokka óvininn burt. Hún er félagslynd utan varptíma. Að áliðnu sumri fara lóurnar að safnast í hópa og búa sig undir brottför til vetrarheimkynnanna í V-Evrópu. Fólk á Íslandi segir oft að heiðlóan sé merki þess að vor og sumar sé á næsta leiti og hefur heiðlóan orðið tákn fyrir vorið og kölluð vorboðinn. Sagt er að hún sé veðurglögg og reyna sumir að lesa út úr veðrinu eftir hegðun hennar og sér hennar ósjaldan stað í skáldskap og þjóðtrú. Eitt þekktasta ljóð sem samið hefur verið á Íslandi um heiðlóuna er ljóð Páls Ólafssonar, Lóan er komin að kveða burt snjóinn, sem lýsir þessu viðhorfi ágætlega.


Spói (Numenius phaeopus) er vaðfugl og farfugl af snípuætt. Spóinn er háfættur og með langt og íbjúgt nef, um 40 sm á lengd. Spói er stór vaðfugl, háfættur og rennilegur. Á flugi þekkjast spóar á hröðum vængjatökum. Þeir fljúga oft um í hópum síðla sumars, áður en þeir yfirgefa landið. Spóinn er annars fremur ófélagslyndur. Hann tyllir sér oft á háan stað, t.d. fuglaþúfu, og vellir. Söngur spóans, vellið, er eitt af einkennishljóðum íslenska sumarsins. Kemur snemma í maí og stærstu hóparnir yfirgefa landið um miðjan september og fara þá til vetursetu í Vestur-Afríku (Senegal).


Svartþröstur (Turdus merula) Svartþröstur er svipaður gráþresti að stærð, og að lit ekki ósvipaður stara. Þekkist best frá stara á lengra stéli, jöfnum, svörtum lit án díla (karlfugl) og lengra stéli, auk þess á hátterninu, sem svipar til hegðunar annarra þrasta. Er venjulega felugjarn, nema syngjandi karlfugl á vorin, sem hreykir sér í trjátoppum. Svartþrestir sjást stakir eða í smáhópum.


Skógarþröstur (Turdus iliacus) Þessi söngfagri fugl er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og garða í þéttbýli. Um leið og skógarþrösturinn kemur til landsins á vorin byrjar karlfuglinn að syngja og helga sér svæði. Hann er félagslyndur utan varptíma og fer þá um í flokkum. Hann hoppar oftast jafnfætis á jörðu niðri. Sést víða á fartíma, t.d. í fjörum og skógum. Nokkur þúsund þreyja hér þorrann og góuna í þéttbýli.


Maríuerla (Motacilla alba) er lítill spörfugl af erluætt. Búsvæði Maríuerlu er opið land, oft nálægt vatni, þirfist best í sveirum, sumarbústaðalöndum eða strjálli byggð eins og á Álftanesi. Maríuerla er farfugl, yfirgefur Ísland síðari hluta ágúst og í september og hefur vetursetu í V-Afríku. Lítill og kvikur spörfugl með langt stél sem hann veifar í sífellu. Flug maríuerlunnar er bylgjótt. Sitjandi sveiflar hún löngu stélinu upp og niður í sífellu og kinkar kolli. Hún veiðir flugur á jörðu niðri eða á flugi, hleypur hratt. Maríuerlur eru venjulega stakar eða í litlum hópum.


Tjaldur (Haematopus ostralegusTjaldur er vaðfugl af ættbálki strandfugla og af tjaldaætt. Tjaldurinn er meðal stærstu vaðfugla. Hann er svartur að ofan og niður að bringu, en hvítur undir. Fætur eru rauðbleikir og gildvaxnir, og goggurinn rauðgulur og langur, hliðflatur og lítið eitt uppsveigður. Gumpur er hvítur og augu rauð. Á Íslandi eru tjaldar algengir varpfuglar á láglendi í öllum landshlutum, einkum í grennd við sjó en sums staðar leita þeir nokkuð inn til lands. Á sumrin halda tjaldar sig aðallega í sand- og malarfjörum, á leirum eða öðrum landsvæðum nærri ströndu. Þeir sækja einnig talsvert á tún og upp með ám langt inn til landsins en á veturna halda þeir eingöngu til með ströndum. Tjaldar halda gjarna hópinn margir saman og getur verið talsverður atgangur og hávaði í þeim. Farfuglar fara að sjást á ströndum í seinni hluta mars en heldur seinna inn til landsins eftir vetrardvöl erlendis. Frá varpstöðvunum hverfa fuglarnir í lok ágúst og byrjun september.


Margæs (Branta berniclaLítil „svört“ gæs, mun minni en helsingi og minnsta gæsin sem sést á Íslandi. Margæs flýgur hratt með örum vængjatökum, oftast í óskipulögðum hópum en einnig í oddaflugi. Stuttur háls og smæð eru einkennandi fyrir margæsina sem er lítið eitt stærri en stokkönd. Hún er létt á sundi og hálfkafar gjarnan. Margæsir hafa vetursetu á Írlandi og eru fargestir á Íslandi vor og haust. Þær þreyta erfitt flug yfir Grænlandsjökul í maí á leið á varpstöðvar í norður-Kanada. Fæða: Marhálmur, grænþörungar, grös.


Grágæs (Anser anser) Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa eða hafa viðdvöl á Íslandi. Grágæsir halda sig oftast í hópum utan varptíma, fara þá um í oddaflugi og skiptast á um að hafa forystu. Flugið er beint og kraftmikið. Þær eru mest á ferli í dögun og rökkurbyrjun. Pörin halda saman árið um kring og annast uppeldi unga í sameiningu, kvenfuglinn ungar út meðan karlfuglinn stendur á verði. Grágæs (fræðiheiti: Anser anser) er stór gæs sem verpir í Evrópu og Asíu. Grágæs og heiðagæs verpa á Íslandi og skipta með sér landinu þannig að grágæs er nær eingöngu á láglendi (neðan 300 yfir sjávarmáli) en heiðargæs er ofar.

  © Sigmundur Ásgeirsson / https://www.flickr.com/photos/simmi25