Hafa samband

Eyvindarholt
225 Álftanes
Iceland

00354 8231546

Eyvindarholt is a small, family-run guesthouse that emphasizes the unique nature and wildlife of Álftanes. The guesthouse offers wonderful views of Álftanes, Reykjavík and the surrounding area, including the nearby presidential residence, Bessastaðir. Eyvindarholt is a short distance from the culture, trade and amenities of the capital, being only a 15-minute drive from Reykjavík’s city center.

2015-09-17 13.13.03.jpg

Gisting

Bókunarkerfi okkar er tímabundið óvirkt, vinsamlegast hafið samband í síma 8231546 vegna bókana eða sendið póst á eyvindarholtguesthouse@gmail.com


ÍBÚÐ 1
RúMGÓÐ OG BJÖRT

Rúmgóð 74 fermetra íbúð. Björt forstofa með fatahengi. Svefnherbergi með king-size hjónarúmi, fataskáp og útsýni til Reykjavíkur og náttúru staðarins. Vel búið eldhús og borðkrókur fyrir fjóra. Rúmgóð stofa með sófasetti, gömlum arni, snjallsjónvarpi, þakglugga og útsýni út í garð. Beint aðgengi er úr stofu út í garð. Lítil verönd er við útgang út í garð. Hægt er að bæta inn aukarúmi gegn vægu gjaldi. Barnarúm til staðar ef óskað er. Börn undir 12 ára aldri gista endurgjaldslaust.


íbúð
Björt útsýnisíbúð

Björt 54 fermetra útsýnisíbúð, hátt er til lofts. Svefnherbergi með king-size hjónarúmi, fata- og töskuaðstöðu. Beint aðgengi er úr svefnherbergi út á svalir með útsýni yfir náttúru staðarins, til fjalla og yfir Reykjavíkurborg. Einföld eldhúsaðstaða er til staðar ásamt rúmgóðum borðkrók. Lítil stofa með sófasetti og snjallsjónvarpi. Hægt er að bæta inn aukarúmi gegn vægu gjaldi. Barnarúm sett upp ef óskað er. Börn undir 12 ára aldri gista endurgjaldslaust.


herbergi 1

notalegt Herbergi - sameiginleg stofa ásamt baðherbergi

Bjart herbergi ásamt rúmgóðri og vel útbúinni stofu, samtals 33 fermetra rými. Svefnherbergi er bjart  með rúmgóðum skápum og vaskur er í herbergi.  Hjónarúm er í herbergini og mikið útsýni til Bessastaða, fjalla og yfir Reykjavík. Sameiginleg stofa er með sófasetti, snjallsjónvarpi og borðkrók fyrir fjóra. Inngangur er frá morgunverðarsal. Bað og salernisaðstaða er sameiginleg einu öðru herbergi og er staðsett innaf morgunverðarsal.


Herbergi 2

Rúmgott og bjart HERBERGI - SAMEIGINLEG STOFA ásamt BAÐHERBERGI

Bjart og rúmgott 18 fermetra herbergi, með hjónarúmi ásamt einföldu  auka rúmi. Gott útsýni er yfir garðinn, fuglalíf og þorpið í næsta nágrenni. Herbergið deilir rúmgóðri og vel útbúinni stofu með einu öðru herbergi. Stofan er með sófa, snjall-sjónvarpi og borðstofu fyrir fjóra. Inngangurinn er innaf morgunverðarsal. Sturta og salerni er sameiginlegt með einu öðru herbergi og eru aðgengileg frá morgunverðarsal. 


MORGUNVERÐARSALUR - móttaka allann sólahringinn
 hlýlegt OG heimatilbúið

Morgunverðarsalur er í björtum garðskála og þar er morgunverður er framreiddur á bilinu 8-10 alla morgna. Ef pantað er deginum áður er hægt að fá útbúna morgunverðarbakka inná íbúðir og herbergi. Skálinn er einnig sameiginlegt rými fyrir gesti okkar og gestum er velkomið nýta rýmið. Útsýni er mikið til allra átta og aðgengi er út í stóran garð umhverfis húsið. Sími er staðsettur í skálanum fyrir neyðarsímtöl og heimilt er að hringja endurgjaldslaust í heimasíma innanlands.